Mjöður
Rjóð

Kirsuberjamjöður – 6,5%

Rjóð er mjöður af tegundinni melomel – sem þýðir mjöður með berjum eða ávöxtum. Hellingur af kirsuberjum er bætt við mjöðinn í lok gerjunar sem framkallar rjóð-rauða litinn og gefur ljúffengan ilm og bragð af kirsuberjunum. Rjóð er kolsýrð og er best notið köld í góðu glasi ásamt uppáhalds eftirréttinum þínum eða ostum.Blámi

Bláberjamjöður - 6,5%

Blámi er mjöður af tegundinni melomel – sem þýðir mjöður með berjum eða ávöxtum. Blámi er bróðir Rjóðar og verður til á sama hátt – Bláberjum er bætt við í lok gerjunar sem gefur Bláma djúp-blárauðan lit og náttúrulegt bláberjabragð og angan. Blámi er kolsýrður og best notið kaldur í góðu glasi með eftirréttum, ostum eða einn og sér.

Bjór
Vetur konungur - 5,5%

Vetur Konungur er maltmikið vetraröl kryddað með kakónibbum og vanillubaunum. Ótrúlega ljúfur og bragðmikill.

Um Öldur
Öldur er fyrsta mjaðargerð Íslands, stofnuð af Sigurjóni Friðrik Garðarssyni og Helga Þóri Sveinssyni árið 2017. Helgi hefur starfað við bruggun og eimingu hjá þremur íslenskum fyrirtækjum og báðir hafa þeir verið virkir í heimabruggi á Íslandi í mörg. Á þeim árum hafa þeir meðal annars unnið til verðlauna á Bjórkeppni Fágunar, félagi áhugafólks um gerjun, og kynnt sér allt sem hægt er um mjaðargerð (sem skal ekki rugla við bjórgerð). Það lá því vel við fyrir þá að sameina krafta sína í þetta verkefni.

Mjaðargerðin hefur aðsetur sínar í Húsi uppskerunnar í Mosfellsbæ og mun fljótlega opna dyr sínar fyrir heimsóknum.

Nafnið Öldur kemur frá gömlu íslensku orði sem þýðir áfengur drykkur. Þetta er hvorugkynsorð og fallbeygist því Öldur, um Öldur, frá Öldri, til Öldurs.

Hvar færðu drykki frá Öldri?

Ef þú hefur áhuga á því að nálgast vöruna þá geturðu einnig haft samband á oldur@oldur.is