Mjöður
Drottningin

Hefðbundinn mjöður – 13%

Drottningin er gerð úr hinu fínasta appelsínublómahunangi sem völ er á. Þetta er fágað hunangs-vín í góðu jafnvægi með vott af sætu úr hunanginu og sýru úr franska víngerinu. Þetta er dæmi um mjög hefðbundinn mjöð eins og hefur verið bruggaður í gegnum aldirnar og árþúsundin, oft til handa drottningum.Birtir

Batch nr. 1 – Súkkulaðimjöður – 16%

Birtir er gerður með Belize og Nicaragua kakónibbum frá Omnom Súkkulaðigerð, ásamt hlynsírópi, sér-ristuðum heslihnetum, ristuðu byggi og vanillubaunum. Þroskaður á amerískri eik. Sérstaklega hannaður til að vera páskaegg fullorðna fólksins, en góður allt árið í kring.Logi

Batch nr. 1 – Brenndur mjöður – 17,1%

Logi er af tegundinni Bochet sem þýðir að hunangið er brennt, eða karamelluserað, áður en mjöðurinn er lagaður úr því. Það dekkir litinn og umbreytir bragðinu á stórfenglegan hátt. Þetta er gert undir opnum eld og því ber hann nafnið Logi. Þroskaður á eikartunnu undan þriggja ára Flóka-viskí í 9 mánuði. Parið með ostum eða köldu veðri.Rjóð

Kirsuberjamjöður – 6,5%

Rjóð er mjöður af tegundinni melomel – sem þýðir mjöður með berjum eða ávöxtum. Hellingur af kirsuberjum er bætt við mjöðinn í lok gerjunar sem framkallar rjóð-rauða litinn og gefur ljúffengan ilm og bragð af kirsuberjunum. Rjóð er kolsýrð og er best notið köld í góðu glasi ásamt uppáhalds eftirréttinum þínum eða ostum.Blámi

Bláberjamjöður - 6,5%

Blámi er mjöður af tegundinni melomel – sem þýðir mjöður með berjum eða ávöxtum. Blámi er bróðir Rjóðar og verður til á sama hátt – Bláberjum er bætt við í lok gerjunar sem gefur Bláma djúp-blárauðan lit og náttúrulegt bláberjabragð og angan. Blámi er kolsýrður og best notið kaldur í góðu glasi með eftirréttum, ostum eða einn og sér.Fluga

Kryddaður mjöður – 5,8%

Fluga er krydduð með íslensku blóðbergi og ætihvannarfræjum. Hún er lauflétt, sæt og kolsýrð og er best notið kæld. Innblásin af hinu íslenska sumri og hausti.

Um Öldur
Öldur er fyrsta mjaðargerð Íslands, stofnuð af Sigurjóni Friðrik Garðarssyni og Helga Þóri Sveinssyni árið 2017.

Helgi hefur starfað við bruggun og eimingu hjá þremur íslenskum fyrirtækjum og báðir hafa þeir verið virkir í heimabruggi á Íslandi í mörg. Á þeim árum hafa þeir meðal annars unnið til verðlauna á Bjórkeppni Fágunar, félagi áhugafólks um gerjun, og kynnt sér allt sem hægt er um mjaðargerð (sem skal ekki rugla við bjórgerð). Það lá því vel við fyrir þá að sameina krafta sína í þetta verkefni.

Mjaðargerðin hefur aðsetur sína á Fiskislóð 24 á Grandanum, í sama húsi og Bjórland.

Nafnið Öldur kemur frá gömlu íslensku orði sem þýðir áfengur drykkur. Þetta er hvorugkynsorð og fallbeygist því Öldur, um Öldur, frá Öldri, til Öldurs.

Upplýsingar um túraMjaðarsmakk & heimsóknKomdu í klukkutíma heimsókn í mjaðargerðina okkar ásamt mjaðarsmakki að Fiskislóð 24, 101 Reykjavík.

Brugghúsatúr um GrandaVið bjóðum upp á 4 klst. göngutúr um Granda þar sem heimsótt eru tvö brugghús og mjaðargerð.

HóparStærri hópar geta fengið afslátt og val um aðrar tímasetningar.

Endilega hafið samband á booking@oldur.is